Monday, February 23, 2009

Blogg pása

Tímabundin bloggpása, laet vita ef (thegar) ég byrja ad blogga aftur.

Thursday, February 5, 2009

Ný vinna/ doktorsnám


Jaeja thá er ég komin á nýja vinnustadinn, búin ad vera hér sídan á mánudag. Ég er sem sagt byrjud í doktorsnámi fyrir thau ykkar sem ekki vissud thad. Námid fer fram í laeknadeild háskólans í Barcelona (sem er rétt hjá Sabadell) , nánar tiltekid frumulíffraedideild. Ég fékk styrk frá katalónska ríkinu til ad gera thetta, sem var mjog ánaegjulegt fyrir mig.

Thad sem ég hef verid ad gera thessa fyrstu daga er ad klippa og líma. Litlar myndir af litningum (sjá mynd hér ad ofan) og líma aftur á blad og rada theim upp í theirri rod sem their eiga ad vera. Fyrst var thetta mjog erfitt, manni fannst their allir eins, en núna er ég farin ad sjá thetta adeins betur.
Fólkid herna er alminnilegt og mér líst vel á thad, en vinnuadstadan er ekki gód. Engin tolva t.d. bara 4 sameiginlegar tolvur fyrir fullt af fólki. Skrifbordid mitt er heldur ekki upp á marga fiska, thad er út á midju gólfi og er ég í sal med fullt af odru fólki. Stólinn hálfgerdur ruggustóll og grjóthardur.
En madur vennst thessu sennilega eins og ollu odru...

Allavegana er ég ánaegd ad vera loksins ad fara laera eithvad nýtt og allt thetta er alveg nýtt fyrir mig.

Verkefnid mitt mun fjalla um hvort fólk sem ordid hefur fyrir mikilli mengun af voldum olíu hafi ordid fyrir heilsufarsskada. Thid munid kannski eftir olíuslysinu sem vard vid strendur Spánar haustid 2002 thegar olíuflutningaskipid Prestige sokk og med thvi gífurlegt magn af mjog svo mengadri olíu. Margir sjómenn unnu vid hreinsunarstorf og voru their margir hverjir illa vardir. Tekin voru sýni úr theim fljótlega eftir ad their hofdu lokid vinnunni og svo voru aftur tekin sýni úr theim núna 6 árum sidar. Thannig ad ég mun notast vid thessi sýni sem voru tekin 6 árum eftir slysid, thar sem hin sýnin sem voru tekin strax sýndu fram á ad their hofdu hlotid ákvedinn skada. Ég tharf thví ad athuga hvort skadinn sem their urdu fyrir sé enn til stadar 6 árum sídar, eda hvort their hafi jafnad sig.

Bless í bili!!
thangad til naest,
Kristín

Sunday, January 25, 2009

Hitt og þetta







Á laugardaginn var brjálað veður hér og tré féllu í hrönnum. Garðurinn okkar slapp að mestu leyti, reyndar féll girðingin á hliðina aftan við húsið. Ragga og Mario voru ekki eins heppin, en það féllu ca 7 tré ofan á húsið þeirra (reyndar búa þau núna bara í gámahúsi, en þau eru að byggja sér nýtt hús). Fórum að heimsækja þau í dag og það var hægara sagt en gert að komast heim til þeirra því margar götur voru ófærar vegna trjáa.

Annars held ég áfram að lesa fréttir frá Íslandi og hef varla undan. Leiðinlegt að heyra um veikindi Geirs, óska honum góðs bata. En er samt enn þeirra skoðunar að hann hefur ekki staðið sig vel sem forsætisráðherra, hvorki fyrir né eftir bankahrunið.

Friday, January 23, 2009

Finnur Ingólfs fær 200 miljónir á ári

Vá hvað ég verð pirruð þegar ég les svona fréttir. Dæmigerð spilling. Almenningsfyrirtæki selur eign til einkafyrirtækis ( í eigu Finns Ingólfssonar) en verður samt að halda áfram að nota eignina og greiðir leigu á margföldu verði til nýja eigandans (Finns). Hvernig var hægt að gera svona samninga ??

Wednesday, January 21, 2009

Bókin "Ein til frásagnar"

Var að ljúka við þessa bók í gær. Fjallar um hvernig Immaculee komst lífs af í þjóðarmorðinu í Rúanda. Alveg frábær bók. Hrikalegt að hugsa til þess hvað það er auðvelt að heilaþvo venjulegt fólk og gera það að morðingjum. En líka frábært að lesa um styrk konunnar og hvernig henni tókst að yfirvinna hatrið. Hún notar einnig hið fræga "leyndarmál" alveg óspart en þau sannindi eru reyndar líka skrifuð í biblíuna, þannig að hún tengir það trúnni. Frábært að sjá hvernig það virkaði alltaf hjá henni.

Allt á fullu!

Ég missti af einum degi í fréttalesningu frá Íslandi og vá hvað ég missti af miklu!! Ég hef varla undan við að reyna að komast yfir allt fréttaefnið....svakalegt....
Skil vel þessi mótmæli og myndi gjarnan vilja vera þarna með ykkur og sýna samstöðu. Nú er nóg komið af aðgerðarleysi stjórnvalda !!

Tuesday, January 13, 2009

Geir H Haarde

Ég er búin að vera dálítið lengi að gera upp hug minn um Geir. Vildi ekki gefa honum fall einkunn alveg strax því ég var ekki viss um að hann væri alveg slæmur. En ég er alltaf að átta mig betur og betur á því að hann er í raun mjög hrokafullur og svo var stefnan hans "gera ekkert stefnan" náttúrulega alveg vita vonlaus. Það sést t.d. mjög vel á myndbandsklippum hjá Láru Hönnu hvernig hann brást við gagnrýni. Ekkert smá hrokafullt þegar hann gerir lítið úr grein Robert Wade sem kom út í júlí í Financial Times, og líkir greininni við aðsenda grein í DV.